Ross Beaty sýnir sitt rétta andlit 27. ágúst 2010 06:15 Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Sjá meira
Á forsíðu Fréttablaðsins í dag blasir við fyrirsögnin: „Vill síður selja orku til álvera.“ Þar er sagt frá því að Ross Beaty, hinn erlendi eigandi Magma Energy, lýsi þeirri skoðun í bréfi til iðnaðarráðherra að æskilegra sé að selja græna orku frá Hitaveitu Suðurnesja til annarra fyrirtækja en álvera. Slík fyrirtæki séu að auki reiðubúin að greiða mun hærra verð fyrir orkuna. Hljómar vel, ekki satt? En bíðið hæg. Hvaða fyrirtæki eru í raun tilbúin til að fjárfesta hér á Suðurnesjum, hvað þá að greiða hærra orkuverð? Hver er reynsla okkar? Undanfara tvo áratugi hafa um 30 erlendir fjárfestar komið hingað, skoðað aðstæður fyrir iðnað og kynnt sér orkuöflun. Þar má nefna mögulega stálröraverksmiðju, álþynnuverksmiðju, efnaverksmiðjur, vatnsútflutning, frystigeymslur, magnesíumverksmiðju, lýsisafurðir, kísilflöguverksmiðju ofl. Bæjaryfirvöld og Hitaveita Suðurnesja hafa hitt þessa menn og sýnt áhuga á samstarfi en samt hefur ekkert komið út úr þessu ennþá nema kostnaður fyrir okkur. Nákvæmlega ekkert. Núll! Hins vegar hafa sveitarflélög lagt út hundruð milljóna í lóðarframkvæmdir. Þegar á reynir hafa þessir aðilar nefnilega sprungið á limminu og látið sig hverfa. Oft er þetta vegna þess að viðkomandi fyrirtæki hafa ekki bolmagn til að ábyrgjast kaup á raforku mörg ár fram í tímann eins og álfyrirtækin verða að gera, eða einfaldlega skort viðskiptavini. Menn mega ekki láta þann svarm af spekúlöntum sem hér flögrar um árlega villa sér sýn. Oft er um að ræða tækifærissinna sem hafa uppi stór orð um spennandi verkefni en þegar fólki í ráðuneytum, sveitarfélögum og fyrirtækjum hefur verið snúið í nokkra hringi, kemur í ljós að fjárhagslegt bakland spekúlantsins var aldrei fyrir hendi og hann gufar upp. Þegar Ross Beaty keypti Hitaveitu Suðurnesja, fylgdi með í kaupunum orkusölusamningur við Norðurál vegna álvers í Helguvík. Þar er skýrt kveðið á um skyldur Hitaveitunnar um afhendingu orku til álversins en jafnframt er Hitaveitunni tryggð góð arðsemi af viðskiptunum. Ross Beaty hefur orð á sér fyrir að vera snjall í viðskiptum, sérstaklega í því að ná góðum hagnaði á skömmum tíma. Getur hugsast að snilldin í þessu tilviki liggi í því að losna við að standa við skuldbindingar Hitaveitunnar gagnvart Norðuráli og binda fé sitt í frekari framkvæmdum á Íslandi? Er hann kannski að óska liðsinnis iðnaðarráðherra við að blása álverið af? Hvers konar snillingur er það annars sem ver tugum milljarða í viðskipti sem hann vill ekki vera í? Að minnsta kosti trúi ég því ekki að hann sé svo skyni skroppinn að halda að alvöru erlendir fjárfestar bíði í röðum eftir því að fjárfesta hér á Suðurnesjum. Reynslan sýnir einfaldlega annað. Kannski sýnir þessi forsíðufrétt vanda íslensks atvinnulífs í hnotskurn. Sá sem skilur, hvers vegna þvælan um alla ríku útlendingana, sem bíða í röðum eftir að leggja fé sitt í áhættufjárfestingar hér á landi, er innistæðulaus, skilur um leið hvers vegna við megum ekki reka alvöru fjárfesta eins og Norðurál af höndum okkar. Þetta er spurningin um það hvernig alvöru störf fyrir þúsundir Íslendinga verða til.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar