Viðskipti erlent

Danska ríkið fær 100 milljarða í vaxtatekjur úr bankaaðstoð

Danska ríkið mun fá 4,3 milljarða danskra króna eða nær 100 milljarða króna í vaxtatekjur í ár af björgunarpökkum sínum til handa bankakerfi landsins.

Í frétt um málið í Jyllandsposten segir að þetta þýðir að danskir skattgreiðendur muni alveg sleppa við að borga fyrir þá aðstoð sem danska ríkið veitti bönkum landsins í fyrra og hitteðfyrra.

Aðstoðin var kölluð bankapakki eitt og tvö en bankapakki eitt rennur úr gildi í haust. Fari svo að enginn annarr danskur banki verði gjaldþrota fyrir þann tíma munu vaxtatekjur danska ríkisins nema samtals 8 milljörðum danskra króna í ár og næsta ár.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×