Lífið

Gerir ekki tvo hluti í einu

Popparinn og leikarinn á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlutum í einu.
Popparinn og leikarinn á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlutum í einu.
Justin Timberlake á erfitt með að einbeita sér að tveimur hlutum í einu og því situr tónlistarferillinn á hakanum á meðan kvikmyndirnar eiga hug hans allan.

Timberlake lék Sean Parker í myndinni The Social Network og fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína. Hann talar einnig fyrir Boo Boo í teiknimyndinni Yogi Bear og er þessa dagana að leika í vísindaskáldsögumyndinni Now. Aðdáendur popparans Timberlake bíða óþreyjufullir eftir nýrri plötu og hann segist ekki vera hættur að búa til tónlist. „Vonandi er ég ekki hættur í tónlistinni. Fólk er alltaf að spyrja mig um þetta,“ sagði hann.

„Ég er karlmaður og ég get ekki gert tvo hluti í einu. Um leið og mér tekst það verður líf mitt mun auðveldara. Þegar maður leikur í mynd sökkvir maður sér niður í persónuna. Það tekur svo mikla andlega orku að ég get ekki samið tónlist á sama tíma. Ef ég myndi gera það yrði hún ömurleg.“

Síðasta plata Timberlake, FutureSex/LoveSounds, kom út árið 2006.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.