Af atvinnusköpun og fjöldamorðum 24. september 2010 06:00 Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Orð fá ekki lýst þeim þjáningum sem styrjaldir leiða yfir mannkynið. Nú á tímum er hernaðarbröltið knúið áfram af ráðamönnum, alþjóðastofnunum, skæruliðasamtökum og ótal hagsmunaaðilum. Jafnframt má nefna einkarekin hernaðarfyrirtæki sem selja þjónustu sína nánast hverjum sem er. Slík fyrirtæki þrífast beinlínis á hernaði og auka þannig eftirspurnina eftir stríði. Eitt þessara fyrirtækja nefnist ECA Program, en fyrr á árinu sótti það um starfsleyfi á Keflavíkurflugvelli í því skyni að flytja þangað orrustuþotur, viðhalda þeim og leigja út til heræfinga. Fyrirtækið er umdeilt og eignarhald þess óljóst, enda var því neitað um starfsleyfi í Kanada. Þrátt fyrir það hyggjast Árni Sigfússon og fleiri Suðurnesjamenn taka fyrirtækinu opnum örmum. Við Íslendingar heyrum iðulega fréttir af stríðshörmungum úti í heimi, en í hugum okkar flestra eru þær fjarlægar og óraunverulegar. Vandamál á borð við atvinnuleysi standa okkur miklu nær. Þótt áætlað sé að umrætt fyrirtæki sjái 150 Suðurnesjamönnum fyrir vinnu má ekki gleyma þeim milljónum jarðarbúa sem eiga um sárt að binda eftir árásir herja sem nýta sér þjónustu af því tagi sem ECA Program vill flytja til Keflavíkur. Því ættum við að velta fyrir okkur eftirtöldum spurningum: Viljum við leggja blessun okkar yfir starfsemi sem hefur fjöldamorð að féþúfu? Erum við tilbúin að láta siðgæðið lönd og leið fyrir atvinnusköpun? Leyfir samviskan okkur að græða á starfsemi sem þrífst á því að fólk úti í heimi murki lífið hvert úr öðru? Og vilja Suðurnesjamenn virkilega selja sál sína fyrir atvinnu?
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar