Innlent

Vonar að ræða ráðherra hafi ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Katrín Jakobsdóttir segir að Atlanefndin hafi unnið mjög gott starf. Mynd/ GVA.
Katrín Jakobsdóttir segir að Atlanefndin hafi unnið mjög gott starf. Mynd/ GVA.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG, er ósammála ýmsu sem kom fram í ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á Alþingi í gær. Þetta sagði hann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bæði Steingrímur og Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG, segjast vera ósammála því sem kom fram í ræðu forsætisráðherra um gagnrýni á Atlanefndina svokölluðu. Nefndin hefði unnið þarft og gott starf. Forsætisráðherra væri þó heimilt að tjá eigin skoðanir á málinu.

Aðspurður um hvort að málinu, þ. e. ákærunum gegn fyrrverandi ráðherrum væri sjálfhætt vegna andstöðu forsætisráðherra, sagði Steingrímur svo ekki vera. Málið væri ekki ríkisstjórnarmál og hver þingmaður þyrfti að taka afstöðu fyrir sjálfan sig á Alþingi.

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður VG og menntamálaráðherra, tók í sama streng og Steingrímur. Hún sagði að Atlanefndin hefði unnið mjög gott verk og hún væri ósammála skoðunum Jóhönnu. Aðspurð sagðist hún vona að málið hefði ekki áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×