Lífið

Gera grín að fílahúðflúri Brandy

Brandy er sjálf hæstánægð með afraksturinn. Mynd/Twitter
Brandy er sjálf hæstánægð með afraksturinn. Mynd/Twitter
Slúðurvefir vestanhafs keppast nú við að gera grín að söngkonunni Brandy og nýja húðflúrinu hennar.

Brandy setti inn færslu með mynd á Twitter-síðu sína í gær þar sem hún segir stolt: „Búin að fá mér tattú hjá Peter húðflúrara. Hvað finnst ykkur?“

Viðbrögð aðdáenda hennar eru jákvæð. Einhver spyr hvort þetta sé fílaguðinn Ganesh og Brandy svarar: "Heldur betur! Egypski guðinn!" en eins og er alkunna er Ganesh kenndur við Indland.

Þetta er aftur á móti ekki það sem slúðurvefirnir gera grín að. Heldur vilja þeir meina að rani Ganesh líkist frekar reðurtákni en fílsrana.

„Hún mun eflaust vakna suma morgna með stífan úlnlið,“ segir meðal annars á tmz.com. Við leyfum lesendum sjálfum að dæma á myndinni hér fyrir ofan hvort þetta sé rétt túlkun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.