Lífið

Gerir grín að pabba

Gerir grín að eyrum föður síns, Will Smith, á blaðamannifundi í Osló um helgina. 
fréttablaðið/getty
Gerir grín að eyrum föður síns, Will Smith, á blaðamannifundi í Osló um helgina. fréttablaðið/getty
Jaden Smith, sonur Hollywood leikarans Will Smith vakti mikla athygli á blaðamannafundi í Osló á dögunum en þar er fjölskyldan stödd til að kynna nýjustu mynd táningsins og Jackie Chan, Karate Kid. Jaden, sem er 12 ára gamall, var öryggið uppmálað þegar hann mætti pressunni enda orðin fjölmiðlavanur þrátt fyrir ungan aldur.

Gerði hann meðal annars óspart grín að eyrum föður síns, sem var einnig viðstaddur fundinn, og sagði þau í fjölskyldunni hafi gengið í gegnum ýmislegt við að reyna að fela óvenjulega stór eyru leikarans Will Smith.

Smith fjölskyldan er öll stödd í höfuðborg Noregs ásamt leikaranum Jackie Chan til að kynna myndina og vera viðstödd sérstaka frumsýningu. Will mun vera svo hrifin af landi og þjóð að hann lagði fram þá tillögu að landið yrði kalla Nor-Will við mikið fögnuð norku pressunnar.

Myndin Karate Kid er frumsýnd hér á landi í næstu viku.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.