Íslenski boltinn

Rakel: Áttum að vera búnar að skora úr okkar færum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir.
Rakel Hönnudóttir og félagar í Þór/KA-liðinu tókst ekki að verða fyrsta kvennaliðið frá Akureyri til þess að komast í bikarúrslitaleikinn þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Val á Vodafone-vellinum í dag.

„Mér fannst þetta vera góður leikur hjá okkur og þetta var jafn leikur. Þær skora fyrsta markið eftir skyndisókn hjá okkur og þá duttum við aðeins niður," sagði Rakel en fyrsta Valsmarkið kom á 70. mínútu.

„Við vorum búnar að eiga færi sem við hefðum átt að vera búnar að klára. Ef við hefðum nýtt eitthvað af þeim þá veit ég ekki hvernig þessi leikur hefði farið," sagði Rakel sem fékk eitt besta færi leiksins strax á 3. mínútu leiksins.

„Okkur gekk mjög vel í þessum leik en þetta var óþarflega stórt tap. Við fengum óþarfa víti á okkur í lokin þegar við vorum orðnar eitthvað pirraðar," sagði Rakel.

„Þetta á að vera sterkasta liðið og við vissum að þetta yrði hörkuleikur. Við vitum alveg að við getum unnið þær og höfum sýnt það áður. Þetta féll bara ekki okkar megin í dag," sagði Rakel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×