Lífið

SATC ævintýrið búið

Kristin Davis. MYND/Cover Media
Kristin Davis. MYND/Cover Media

Leikkonan Kristin Davis, 45 ára, segir að Sex and the City ævintýrið sé endanlega búið.

Kristin, sem fór með hlutverk Charlotte York Goldenblatt í bandarísku sjónvarpsþáttaröðinni Sex and the City, segir að hún og leikkonurnar Sarah Jessica Parker, Kim Cattrall og Cynthia Nixon séu mjög stoltar yfir því sem þær hafa gert saman í sjónvarpi og á hvíta tjaldinu í gegnum tíðina.

„Ég held það verði ekki framhald á okkar samstarfi. Ég vildi óska að svo væri," svaraði Kristin spurð hvort framhald verði á SATC ævintýrinu.

„Ég gæti haft rangt fyrir mér en horfurnar á framhaldi eru ekki góðar eins og er."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.