Götusmiðjunni lokað - átta ungmenni send heim 25. júní 2010 22:32 Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Mynd/Valgarður Gíslason Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Aðstandendur skjólstæðinga meðferðarheimilisins hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í kvöld og lýst yfir áhyggjum af málinu. Á vef RÚV segir að ákvörðun um að loka Götusmiðjunni hafi verið tekin vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson oftast kallaður Mummi, hafi hótað vistmönnum á heimilinu limlestingum. Þetta vildi Bragi ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. „Það voru ákveðin samskipti forstöðumannsins við unglinganna sem fóru yfir öll velsæmismörk að okkar mati og það var kornið sem fyllti mælinn." Bragi segir að málið hafi átt sér langan aðdraganda. Tekin hafi verið ákvörðun fyrir nokkru síðan að vista ekki fleiri ungmenni á meðferðarheimilinu. Í dag hafi sérfræðingur frá Barnaverndarstofu, óháður eftirlitsmaður með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og fulltrúar frá barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Kópavogs heimsótt Götusmiðjuna og rætt við starfsfólk og átta ungmenni sem voru á staðnum. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að loka heimilinu og senda skjólstæðinganna átta heim. Aðspurður hvað verði um ungmennin segir Bragi að fjögur þeirra hafi verið komin langt í meðferðum sínum. Þeim verði haldið áfram. „Hinum fjórum verða fundin viðeigandi úrræði. Þau fá áframhaldandi þjónustu." Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára í Brúarholti í Grímsnes- og Grafningshreppi. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni hefur verið lokað og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim í kvöld að kröfu barnaverndaryfirvalda. „Undirrótin er fyrst og fremst stjórnunarvandi á staðnum og þegar vandinn var farinn að bitna á meðferðinni og skaða börnin fannst okkur ekki annað hægt en að grípa til þessara aðgerða," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. Aðstandendur skjólstæðinga meðferðarheimilisins hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í kvöld og lýst yfir áhyggjum af málinu. Á vef RÚV segir að ákvörðun um að loka Götusmiðjunni hafi verið tekin vegna gruns um að forstöðumaður heimilisins, Guðmundur Týr Þórarinsson oftast kallaður Mummi, hafi hótað vistmönnum á heimilinu limlestingum. Þetta vildi Bragi ekki staðfesta í samtali við fréttastofu. „Það voru ákveðin samskipti forstöðumannsins við unglinganna sem fóru yfir öll velsæmismörk að okkar mati og það var kornið sem fyllti mælinn." Bragi segir að málið hafi átt sér langan aðdraganda. Tekin hafi verið ákvörðun fyrir nokkru síðan að vista ekki fleiri ungmenni á meðferðarheimilinu. Í dag hafi sérfræðingur frá Barnaverndarstofu, óháður eftirlitsmaður með meðferðarheimilum á vegum Barnaverndarstofu og fulltrúar frá barnaverndarnefndum Reykjavíkur og Kópavogs heimsótt Götusmiðjuna og rætt við starfsfólk og átta ungmenni sem voru á staðnum. Í framhaldinu hafi verið tekin ákvörðun um að loka heimilinu og senda skjólstæðinganna átta heim. Aðspurður hvað verði um ungmennin segir Bragi að fjögur þeirra hafi verið komin langt í meðferðum sínum. Þeim verði haldið áfram. „Hinum fjórum verða fundin viðeigandi úrræði. Þau fá áframhaldandi þjónustu." Götusmiðjan er sérhæft meðferðarheimili fyrir ungt fólk á aldrinum 15-20 ára í Brúarholti í Grímsnes- og Grafningshreppi.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira