Lífið

Móðir Jackson opnar sig

Móðir kóngsins vill meina að hann hafi staðið í þeirri trú að fólk hafi viljað hann feigann
Móðir kóngsins vill meina að hann hafi staðið í þeirri trú að fólk hafi viljað hann feigann

„Hann sagði mér frá því að honum liði eins og fólk vildi að hann myndi hverfa, jafnvel vildi hann feigann. Þetta sagði hann oftar en einu sinni. Michael hefði aldrei sagt þetta nema ef hann vissi af einhverju grunsamlegu. Eitthvað af þessum vonda, svikula fólki vildi ekki hafa hann meðal vor af einhverjum ástæðum. Ég hugsa að það hafi verið út af græðgi," segir móðir Michael Jackson heitins.

Katherine Jackson sagði frá þessu í sérstökum þætti Dateline sem heitir Michael Jackson: A Mother"s Love. Þátturinn verður sýndur nú á föstudaginn, ári eftir dauða kóngsins. Hún tjair sig einnig um ásakanir á hendur Michael um barnaníð og sögusagnir um að Debbie Rowe sækist eftir forræði yfir börnum þeirra.

Katherine sagði einnig frá því að hún hefði neitað að sjá Michael eftir að læknar tilkynntu hann látinn. „Við áttum mjög góða tíma saman. Ég vildi að síðasta minningin mín af honum væri hlægjandi, brosandi og glaður sonur minn." segir hún.

„Það væri svo margt sem ég hefði að segja við hann, en fyrst og fremst myndi ég vilja vita hvað olli dauða hans." segir móðirin aðspurð að hverju hún myndi spyrja son sinn ef hún hefði tækifæri til að hitta hann aftur.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.