Verjum heilbrigðisþjónustuna 25. júní 2010 06:00 Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Launakjör lækna hafa verið til umræðu í fjölmiðlum undanfarið. Kveikjan eru fregnir af fyrirsjáanlegum læknaskorti, enda treysti læknar sér ekki til þess að starfa á þeim kjörum sem þeim bjóðast á Íslandi í kjölfar bankahrunsins. Á Íslandi eru ívið fleiri læknar miðað við fólksfjölda en í nágrannalöndunum og blessunarlega er staðan sú að læknaskortur hefur ekki gert vart við sig í kjölfar kreppunnar. Raunar telur landlæknir að ekki verði erfitt að manna stöður lækna á sjúkrahúsum þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir á þessu ári og þeim næstu. Hitt er óbreytt, að erfitt er að manna stöður heilsugæslulækna. Í kjölfar efnahagshrunsins hafa stjórnvöld lagt áherslu á að verja lægstu launin og lækka þau sem hærri eru. Hins vegar blasir við öfugþróun þegar meðallaun heilbrigðisstétta frá hruni eru skoðuð: Þeir sem höfðu lægstu launin fyrir, hafa lækkað hlutfallslega mest. Í tölum sem heilbrigðisráðuneytið tók saman í tilefni fyrirspurnar á alþingi sést að meðallaun lækna hafa að meðaltali lækkað um 7%, ljósmæðra um 9,2% , hjúkrunarfræðinga um 9,6% og sjúkraliða um 10,2%. Launabreytingar lækna eru mismiklar eftir vinnustað. Á sjúkrahúsum hafa meðallaun lækna lækkað um 8%, lækna í heilsugæslu um 5,5% og meðallaun lækna á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni um 1,9%, en á fyrsta ársfjórðungi 2010 voru þau um 1.450 þúsund krónur á mánuði. Steinn Jónsson, formaður Læknafélags Reykjavíkur, saknar þess að í umræðunni hafi ekki komið fram að í fyrra hafi sérfræðilæknar fallið frá 9,4% hækkun einingaverðs. Engum dylst hvaða áhrif það hefði haft á vinnumarkaði vorið 2009 ef svo rífleg hækkun hefði komið til lækna, á tímum atvinnuleysis og almennra launalækkana. Því er vert að hrósa Læknafélagi Reykjavíkur fyrir þá ábyrgu afstöðu um leið og það er miður að ekki tókust samningar um að sérfræðilæknar féllu frá 1,9% umsaminni hækkun á þessu ári. Hún kom því til framkvæmda 1. júní síðastliðinn. Þrengingar í kjölfar hrunsins hafa snert allan almenning. Fólk úr ýmsum starfsstéttum á kost á vel launuðum störfum í útlöndum og nýtir sér margt slík tækifæri. Heilbrigðiskerfið okkar hrundi sem betur fer ekki með bönkunum og nú blasir við að verja innviði þess. Ég er bjartsýn á að það takist og líka á það að þegar við erum komin í gegnum kreppuna muni íslenskir læknar, sem nú lengja veru sína við nám og vinnu erlendis, koma aftur heim til starfa.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun