Innlent

Sættir í málefnum Götusmiðjunnar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Götusmiðjan var rekin á Efri-Brú. Mynd/ Róbert.
Götusmiðjan var rekin á Efri-Brú. Mynd/ Róbert.
Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomulagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðjan eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila.

Í yfirlýsingu sem Guðmundur Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðumaður Götusmiðjunnar, og Bragi Guðbrandsson, forstöðumaður Barnaverndastofu, skrifuðu undir þann 1. ágúst síðastliðinn segir að samkomulagið sé gert í góðri sátt og feli í sér farsælar málalyktir fyrir alla aðila.

Meðferðarheimilinu Götusmiðjunni var lokað í skyndingu föstudagskvöldið 25. júní síðastliðinn og voru allir skjólstæðingar heimilisins sendir heim að kröfu barnaverndaryfirvalda. Guðmundur Týr gerði athugasemdir vegna þessa við félagsmálaráðuneytið, en ráðuneytið komst að þeirri niðurstöðu að barnaverndaryfirvöld hefðu farið að málsmeðferðarreglum barnaverndarlaga og stjórnsýslulaga.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×