Kína hagnaðist um 160 milljarða á koparkaupum 11. október 2010 13:43 Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínverjar högnuðust um allt að 1,5 milljarða dollara eða um 160 milljarða kr. á koparkaupum snemma árs í fyrra. Um var að ræða spákaupmennsku þar sem Kínverjar veðjuðu á að verð á kopar myndi hækka verulega. Þetta gekk eftir. Financial Times fjallar um þetta mál en þar segir að Kínverjar hafi tekið umfangsmikla stöðu á koparmarkaðinum í ársbyrjun í fyrra þegar verðið á kopar hafði lækkað mikið og stóð í tæpum 3.500 dollurum fyrir tonnið. Kínverjarnir keyptu þá á milli 250.000 og 300.000 tonn sem samsvarar nærri 2% af heimsframleiðslunni á ári. Í dag stendur tonnið af kopar í tæpum 8.350 dollurum og því hafa Kínverjar spáð rétt í þróun markaðarins. Sérfræðingar telja að gengishagnaður Kínverja vegna þessara kaupa sé ekki minni en 1,2 til 1,5 milljarður dollara. Financial Times hefur eftir sérfræðingum að Kínverjar muni hefjast handa á næstunni við að ná þessum gengishagnaði í hús með því að selja af birgðum sínum. Kopar hefur hækkað gífurlega í verði á undanförnum mánuðum sem og önnur hrávara. Sérfræðingar spá því að verð á kopar verði á bilinu 9.000 til 11.000 dollarar á tonnið á næsta ári.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira