Viðskipti erlent

Þrír deila Nóbelsverðlaununum í hagfræði

Þrír hagfræðingar, þeir Peter A. Diamond, Dale T. Mortensen og Christopher A. Pissarides, deila með sér Nóbelsverðlaununum í hagfræði í ár.

Þremenningarnir hafa fundið stærðfræðiformúlur sem hægt er að nota til að rannsaka samskipti í frjálsum viðskiptum og hvernig hægt sé að auðvelda kaupendum og seljendum að ná saman á markaðinum.

Þremenningarnir eru allir komnir nokkuð til ára sinna. Diamond er 70 ára og starfar hjá MIT, Mortensen, er 71 árs og starfar hjá Northwesternháskólanum í Illinois og Pissarides er 62 ára og starfar hjá London School of Economics. Þeir tveir fyrrnefndu eru Bandaríkjamenn en Pissarides er frá Kýpur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×