Íslenski boltinn

Freyr: Erum til í hvað sem er ef liðið er svona gírað

Elvar Geir Magnússon skrifar
„Við vorum miklu betri aðilinn í dag," sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir sigurinn örugga gegn Þór/KA í kvöld.

Valskonur réðu ferðinni nær allan leikinn en markvörðurinn María Björg Ágústsdóttir kom í veg fyrir að gestirnir kæmust inn í leikinn með tveimur frábærum markvörslum.

„Við erum með markvörð til að verja og hún er best á landinu í einn á einn stöðu, sennilega í Norður-Evrópu líka. Við þökkum fyrir hennar framlag, hún var frábær," sagði Freyr

Valsliðið er komið í ansi sterka stöðu eftir þessi úrslit og þarf að misstíga sig ansi illa til að missa af Íslandsmeistaratitlinum. Freyr heldur sér samt alveg á jörðinni. „Þetta skref var eitt af átján, svo er það bara næsti leikur."

Valur mætir Stjörnunni í næstu tveimur leikjum en sá síðari er bikarúrslitaleikur. „Það verður skemmtilegt. Það er ný upplifun að lenda í þessum leikjum á þessum tíma og það verður bara spennandi verkefni. Ef liðið er svona gírað erum við til í hvað sem er."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×