Íslenski boltinn

Langþráður og glæsilegur sigur Grindavíkurstelpna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindavík endaði sex leikja taphrinu í Pepsi-deild kvenna í fótbolta með glæsilegum 4-1 heimasigri á Aftureldingu í kvöld. Það voru líka óvænt úrslit því botnlið FH og Hauka náðu bæði í stig á móti liðum talsvert ofar en þau í töflunni.

Grindavík vann 4-1 sigur á Aftureldingu þrátt fyrir að lenda undir eftir aðeins níu mínútna leik. Öll mörk Grindavíkurstelpna komu í seinni hálfeik en þær fögnuðu síðast sigri 15. júní síðastliðinn eftir 1-0 sigur á Haukum á Ásvöllum.

Megan Snell tryggði Haukum 2-2 jafntefli á móti Stjörnunni með sínu öðru marki í leiknum en hún var að spila sinn þriðja leik með liðinu. Snell hafði einnig komið Haukum í 1-0 í leiknum. Það hentar Haukaliðinu greinilega vel að spila við Stjörnuna því öll fjögur stig liðsins í sumar hafa komið í leikjum við Garðabæjarliðið.

Fylkir náði ekki að fylgja eftir frábærum sigri á Val í síðustu umferð því liðið gerði aðeins markalaust jafntefli við FH á heimavelli í kvöld. Fyrir leikinn munaði 5 sætum og 16 stigum á liðunum.

Úrslit og markaskorarar úr Pepsi-deild kvenna í kvöld:

Valur-Þór/KA 3-0

1-0 Rakel Logadóttir (30.), 2-0 Helga Sjöfn Jóhannesdóttir (45.), 3-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (72.)

Grindavík-Afturelding 4-1

0-1 Victoria Helen Charnley (9.), 1-1 Rachel Furness (46.), 2-1 Shaneka Gordon (65.), 3-1 Sara Hrund Helgadóttir (74.), 4-1 Anna Þórunn Guðmundsdóttir (88.)

Fylkir-FH 0-0

Haukar-Stjarnan 2-2

1-0 Megan Snell, 1-1 Katie McCoy, 1-2 Laura King, 2-2 Megan Snell.

Upplýsingar um markaskorara eru fengar frá netsíðunni fótbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×