Lífið

Ekki 100% ánægð með líkamann

Eva Mendez talar við sjálfa sig.
Eva Mendez talar við sjálfa sig.

Leikkonan Eva Mendes, 36 ára, vill að fólk sjái hve hugrökk hún er þegar hún birtist nakin hvort sem er á hvíta tjaldinu eða ljósmyndum í stað þess að vera talin kynþokkafull.

Eva er yfirleitt ofarlega á listum yfir kynþokkafyllstu konur heims en hún vill breyta viðhorfi fólks gagnvart henni.

Eva biður aðdáendur sína að horfa á hana sem metnaðarfulla, klára og fyndna konu frekar en kynþokkafulla.

Leikkonan viðurkennir að hún er ekki alltaf 100% ánægð með líkama sinn en reynir eins og hún mögulega getur að fá útlitið ekki á heilann.

„Ég tala við röddina innra með mér og segi við sjálfa mig: Ég veit að þú vilt segja mér að ég er alls ekki falleg en veistu ég vil ekki heyra það núna takk! Komdu aftur eftir nokkra daga til að brjóta mig niður þegar ég búin í þessari töku. Þá skal ég hleypa þér inn," sagði Eva.

Evu finnst mikilvægt að konur taki sig andlega og líkamlega í sátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.