Körfubolti

KR-konur ósigraðar í Hveragerði í vetur - leikur tvö í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KR-ingurinn Jenny Pfeiffer-Finora og Sigrún Ámundadóttir hjá Hamar.
KR-ingurinn Jenny Pfeiffer-Finora og Sigrún Ámundadóttir hjá Hamar. Mynd/Anton

KR-konur mæta til Hveragerðis í kvöld þar sem annar leikur Hamars og KR fer fram í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og er búist við góðri mætingu á leikinn.

Hamar getur komist í 2-0 í einvíginu með sigri á heimavelli sínum í kvöld en það þarf að vinna þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Hamar vann fyrsta leikinn 92-79 í DHL-höll þeirra KR-inga á föstudagskvöldið og er því búinn að stela heimavallarréttinum af KR. Það má þó líta öðrum augum á það því Hamar hefur unnið KR þrisvar í DHL-höllinni í vetur en aldrei í Hveragerði.

KR hefur komið tvisvar sinnum til Hveragerðis í vetur og unnið báða leikina, þann fyrri með tólf stigum í nóvember og þann seinni með fjórum stigum í febrúar.

Leikir Hamars og KR í Hveragerði

Deild - 11. nóvember KR vann 62-50 (+12)

A-deild - 3. febrúar KR vann 79-75 (+4)

KR 2 sigrar, 0 töp, +16 í stigum

Leikir KR og Hamars í DHL-höllinni

Bikar - 6. desember Hamar vann 74+64 (+10)

Deild - 13. janúar KR vann 77-49 (+28)

A-deild - 24. febúar Hamar vann 72-69 (+3)

Úrslitakeppni - 29. mars  Hamar vann 92-79 (+13)

Hamar 3 sigrar, 1 tap, -2 í stigum












Fleiri fréttir

Sjá meira


×