Innlent

Gegn ofbeldi og misnotkun

kirkjur á Íslandi munu á næstunni lýsa því sameiginlega yfir að þær taki afstöðu gegn misnotkun og ofbeldi í hvaða mynd sem er.

Þetta kemur fram í grein Karls Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, sem birtist í Fréttablaðinu í dag. Yfirlýsingin er verkefni kirkna og safnaða sem eiga aðild að samstarfsnefnd kristinna trúfélaga. Biskup segir markvisst hafa verið unnið að bættum vinnubrögðum í kynferðismálefnum innan þjóðkirkjunnar.

Þá þakkar hann þeim sem láta sér ekki standa á sama um málin. - þeb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×