Innlent

Hrossapest geti smitast í menn

hestamenn Ekki er útilokað að hrossapestin geti borist í menn.fréttablaðið/gva
hestamenn Ekki er útilokað að hrossapestin geti borist í menn.fréttablaðið/gva

Grunur leikur á að hrossapestin, sem herjað hefur á hesta hér á landi undan­farið, smiti menn, hunda og ketti. Þetta kom fram í fréttum RÚV í gær.

Dæmi eru um streptókokkasýkingar hjá hestamönnum og rannsakað er hvort þeir hafi smitast af hestum sínum. Fréttastofan ræddi við Sigríði Björnsdóttur, dýralækni hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun, sem staðfestir að verið sé að rannsaka sýni með tilliti til þess hvort pestin hafi borist á milli.

Sigríður segir að enn taki nokkrar vikur að greina sýnin. Þau sem eru úr ferfætlingunum séu til skoðunar í Tilraunastöðinni að Keldum en það sé í höndum heimilislækna að greina menn. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×