Skil einfaldlega ekki hver getur gert svona 20. ágúst 2010 06:00 Fjöldi fólks hefur komið að heimili Hannesar Þórs Helgasonar að Háabergi og vottað hinum látna virðingu sína með því að leggja blóm á tröppurnar. Í gærkvöldi loguðu þar líka friðarljós. Mynd/Stefán „Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
„Ég skil einfaldlega ekki hver getur gert svona. Ég bara sit og bíð eftir því að þessi manneskja finnist," segir unnusta Hannesar Þórs Helgasonar í samtali við Fréttablaðið. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Það var unnusta Hannesar sem kom að honum látnum á heimili hans um hádegi á sunnudag. Hún segir erfitt að útskýra líðan sína við aðstæður sem þessar og hún hafi hvorki náð að hvílast né sofa mikið síðan atvikið varð. Hannesi var ráðinn bani með hníf og var hann stunginn margsinnis og skorinn. Mikið blóð var á vettvangi og aðkoman skelfileg, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Áverkar á líkinu benda til að um mikla heift hafi verið að ræða og eindreginn tilgangur ódæðismannsins að myrða hann. Morðvopnið er ófundið. Rannsókn lögreglu er enn í fullum gangi og er hún ein sú viðamesta sem hefur átt sér stað hér á landi. Í fréttum Stöðvar 2 í gær bað fjölskylda Hannesar almenning um aðstoð við lausn málsins og þakkaði þann hlýhug sem henni hefur verið sýndur við fráfall hans. „Ég bið þjóðina um allt það sem hún kann að vita til þess að leysa þetta hörmulega mál," sagði Kristín Helgadóttir, systir Hannesar, í gærkvöldi. Séra Þórhallur Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, segir málið afar sorglegt og hafa áhrif á alla. „Það eru allir að fylgjast með þessu og það er erfitt fyrir fólk að hafa þetta hangandi yfir sér. Menn eru mikið að velta vöngum." Þórhallur segist hafa hvatt fólk til þess að gefa lögreglunni tíma og frið til að vinna sína vinnu og reynt að blása á þær sögusagnir sem hafa komið upp eftir atvikið. „Menn eru að eltast við þær hér í bænum eins og annars staðar. Við erum lítið samfélag." Hann segir fermingarbörn mikið velta sér upp úr málinu. „Við finnum á þeim að það er mikið verið að tala um þetta heima við," segir hann. „Svona harmleikur hefur ekki átt sér stað hér á landi í langan tíma og fólk ætti að fara varlega í að blása upp glæður með hræðslu og flökkusögum. Það er ekki neinum til góðs." Tveir menn hafa verið handteknir í tengslum við morðið en ekki var farið fram á gæsluvarðhald yfir þeim og þeir látnir lausir. - sv, jss
Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Erlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira