Viðskipti innlent

Samið um kaup á Vestia

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landsbankinn átti Vestia.
Landsbankinn átti Vestia.

Framtakssjóður Íslands hefur keypt eignarhaldsfélagið Vestia af Landsbankanum. Um sex þúsund manns starfa hjá þeim sjö félögum sem fylgja Vestia til Framtakssjóðs Íslands.

Fyrirtækin sem fylgja með í kaupunum eru:

Icelandic sem áður hét SH og er alþjóðlegt sjávarútvegsfyrirtæki með samtals 30 dótturfélög og starfsemi í 14 löndum.

Teymi
sem rekur Vodafone, Skýrr, EJS og HugurAx.

Húsasmiðjan
sem er blóma- og byggingavöruverslun

Plastprent
sem er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu plastumbúða og plastfilma.

Framtakssjóður Íslands greiðir Landsbankanum samkvæmt samkomulaginu 19,5 milljarða króna fyrir Vestia. Landsbankinn mun jafnframt eignast 30% hlut í sjóðnum. Hlutafé Framtakssjóðsins verður væntanlega tvöfaldað úr 30 milljörðum króna í 60 milljarða króna. Samkomulagið er með fyrirvara um niðurstöður áreiðanleikakannana og samþykki Samkeppniseftirlitsins.



Sameiginlegt markmið bankans og sjóðsins er endurreisn íslensks atvinnulífs og telja forsvarsmenn samningsaðila kaupin mikilvægt skref á þeirri leið. Framtakssjóður Íslands er sjóður í eigu sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssambands lífeyrissjóða og hlutverk hans er að taka þátt í og móta endurreisn atvinnulífsins.

Fyrir Landsbankann eru þessi kaup mikilvægt skref meðal annars með tilliti til samkeppnissjónarmiða þar sem eignarhald bankans á stórum fyrirtækjum var tímabundin neyðarráðstöfun vegna erfiðra aðstæðna í íslensku efnahagslífi.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×