Viðskipti innlent

Róbert þvær af sér sakir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Róbert Wessmann segir ummæli Björgólfs Thors dæma sig marklaus.
Róbert Wessmann segir ummæli Björgólfs Thors dæma sig marklaus.
Rekstur Actavis var góður og mikið var fjallað um starfsemi félagsins af fjölmiðlum og greiningaraðilumbæði hér heima og erlendis, segir Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis, í yfirlýsingu til fjölmiðla. Hann segir að í sinni forstjóratíð hafi fyrirtækið ætíð hóflega skuldsett og eiginfjárhlutfall sterkt.

Hann segir að ummæli Björgólfs, sem verið hafði stjórnarformaður fyrirtækisins Actavis í átta ár og haldi því fram að hann hafi fyrst kynnst félaginu og rekstri þess á níunda árinu dæmi sig sjálf sem marklaus. „Við yfirtöku Novators á Actavis var félagið kæft í skuldum sem íþyngdi rekstur þess verulega. Skuldsetning Novator á Actavis við yfirtökuna var um 12 sinnum framlegð félagsins sem gerði rekstur þess fjárhagslega mjög veikburða," segir Róbert í yfirlýsingunni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×