Innlent

Misréttið bein afurð ósjálfbærra stjórnmála

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

„Misréttið í heiminum er bein afurð ósjálfbærrar stjórnmálastefnu sem fyrst og fremst snýst um arðrán á auðlindum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður VG, í ræðu á Hólahátíð síðastliðinn sunnudag.

„Náttúra okkar er fjöregg okkar,“ sagði Katrín. „Í orðræðu viðskiptanna gætum við sagt að náttúra okkar væri okkar eigið fé. Og góðir bissnessmenn vita að það dugir ekki að ganga bara á eiginfé, reksturinn þarf að ganga upp án þess. Nákvæmlega sama úrlausnarefni blasir við mannkyninu og eiginfé þess — jörðinni.“

„Það þýðir vissulega ný viðhorf og það þýðir að við þurfum að vera gagnrýnin á þau viðhorf sem hafa ríkt. Hingað til hefur það verið dæmt sem óskhyggja og vit­leysisgangur að taka huglæg gæði og siðferðisleg gæði fram yfir þau veraldlegu. Samt sem áður sýna rannsóknir og reynsla að hamingja manna eykst ekki með auði. Kannski er einmitt færi nú að raða hinum veraldlegu gæðum neðar í stigann en hinum huglægu og siðferðislegu.“ - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×