Lífið

Eggert feldskeri á sænskri þjóðlagahátíð

Félagarnir eru miklir aðdáendur Corneliusar Vreeswijk og þykir það mikill heiður að fá að koma fram á hátíðinni.
Félagarnir eru miklir aðdáendur Corneliusar Vreeswijk og þykir það mikill heiður að fá að koma fram á hátíðinni.
„Þetta er mjög óvenjulegt og við erum að ryðja nýjar brautir. Við erum mjög spenntir fyrir hátíðinni og förum í þetta af mikilli virðingu. Við erum miklir aðdáendur Cornelius Vreeswijk og þekkjum mikið til," segir feldskerinn Eggert Ólafur Jóhannsson.

Í byrjun ágúst fer fram hátíðin Cornelius Vreeswijk Selskapet í Stokkhólmi. Hátíðin er haldin árlega á Cornelius-degi til heiðurs vísnasöngvaranum Corneliusi Vreeswijk. Í ár koma fram nokkrar hljómsveitir sem hafa fengið sérstakt boð um að spila á hátíðinni og er hljómsveitin Spottarnir ein af þeim. Eggert spilar á gítar og syngur í hljómsveitinni, ásamt þeim Ragnari Sigurjónssyni sem lemur á slagverk, Einar Sigurðssyni bassaleikara og Magnúsi R. Einarssyni gítarleikara. Hljómsveitin hefur spilað víðs vegar í rúmt ár og hafa haft á lagalista sínum lög sem tengjast vísnasöngvaranum Corneliusi á einn eða annan hátt.

„Við fáum stuttan tíma á sviði og ætlum því að taka með okkur íslensk lög. Það verða þá væntanlega Megas og Magnús Eiríksson sem verða fyrir valinu," segir Eggert.

Spottarnir ætla að spila fyrir aðdáendur hér heima 3. ágúst á Café Rosenberg áður en út er haldið. Auk hátíðarinnar sjálfrar er ætlunin að spila í norsku kirkjunni í Stokkhólmi. Þegar félagarnir koma heim aftur fara þeim á Kántrýhátíðina á Skagaströnd og halda sérstaka Cornelius-tónleika á Kaffi Bjarmanesi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.