Innlent

Sóley Tómasdóttir komin inn - Samfylkingin missir einn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sóley Tómasdóttir nær kjöri samkvæmt nýjustu tölum.
Sóley Tómasdóttir nær kjöri samkvæmt nýjustu tölum.
Sóley Tómasdóttir er borgarfulltrúi eftir að búið er að telja 43408 atkvæði í Reykjavík. Besti flokkurinn er með sex menn kjörna líkt og þegar fyrstu tölur voru kynntar, Sjálfstæðisflokkurinn er með 5 menn kjörna og Samfylkingin er með 3 menn kjörna. Önnur framboð ná ekki kjörnum mönnum i borgarstjórn.

Sú breyting hefur orðið frá því að fyrstu tölur voru kynntar að VG nær einum manni inn en Samfylkingin nær þremur mönnum i stað fjögurra.

Talin hafa verið 43408 atkvæði

Framsóknarflokkurinn með 1213 atkvæði

Sjálfstæðisflokkurinn með 11990

Reykjavíkurframboðið með 589

F - listi með 155

H - listi með 571

Samfylkingin með 8054

VG með 2952

Besti flokkurinn með 16054






Fleiri fréttir

Sjá meira


×