Viðskipti erlent

Fasteignaverð upp á næsta ári

Fasteignaverð hrundi um fimmtíu prósent í Dúbaí í fyrra.
Fasteignaverð hrundi um fimmtíu prósent í Dúbaí í fyrra.

Niðursveifla á fasteignamarkaði í borgarríkinu Dúbaí er að ná botni og mun fasteignaverð leita upp á við í byrjun næsta árs. Þetta er mat Markus Giebel, forstjóra Deyaar Development, eins af umsvifamestu verktakafyrirtækjum ríkisins.

Fasteignaverð í Dúbaí náði hæstu hæðum síðla árs 2008 en hrundi um helming á tæpu ári þegar erlendir fjárfestar, sem dælt höfðu fjármagni inn í landið, hurfu þegar alþjóðlegir lánsfjármarkaðir lokuðust. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×