Framkvæmdastjórn ESB mælir með viðræðum Heimir Már Pétursson skrifar 24. febrúar 2010 12:07 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap. Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mælir með því við leiðtoga sambandins að hafnar verði viðræður við Íslendinga um aðild að sambandinu. Íslendingar uppfylli öll helstu skilyrði aðildar en verði að breyta löggjöf sinni varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Hluti efnahagsvanda Íslendinga nú, sé að bankarnir hafi verið einkavinavæddir á sínum tíma. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins tilkynnti leiðtogum sambandsins í morgun að Íslendingar uppfylltu öll helstu skilyrði þess fyrir aðildarviðræðum. Landið væri hluti af Evrópska efnahagssvæðinu sem næði yfir meirihluta regluverks sambandsins. Miðað við aðildarríki sambandsins hefði Íslendingum gengið vel að innleiða regluverk Evrópusambandsins. Í ítarlegri skýrslu til leiðtoganna er meðal annars fjallað um einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þar er sagt hvernig til stóð að tryggja breitt eignarhald á bönkunum, sem síðar hefði verið fallið frá og einkavinavæðing náð yfirhöndinni. Með pólitískum ákvörðunum hafi bönkunum verið komið í hendur viðskiptasamsteypa sem af lítilli reynslu hafi þanið út bankakerfið. Núverandi framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nýskipuð og eru meðmælin með aðildarviðræðum við Íslands ein af hennar fyrstu verkum, en nýr stækkunarstjóri er Stephane Fule frá Tékklandi. Búist er við að leiðtogafundur sambandsins dagana 25. til 26. mars samþykki tillögu framkvæmdastjórnarinnar. Samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið nær yfir meirihluta regluverks sambandsins. Framvæmdastjórnin segir Íslendinga verða að gera átak í að samræma löggjöf landsins og sambandsins og eða innleiða tilskipanir varðandi sjávarútveg, landbúnað, þróun landsbyggðarinnar, umhverfismál, frjálst flæði fjármagns og fjármálaþjónustu. Þá verði að samræma reglur í tollamálum, skattheimtu, hagtölum, matvælaöryggi sem og stefnuna í plöntu og grænmetismálum ásamt fleiru. Einnig þurfi að auka sjálfstæði dómstóla í landinu og styrkja ferlið við skipan dómara með það fyrir augum að koma í veg fyrir klíkuskap.
Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Sjá meira