Viðskipti erlent

Reikna með að evran veikist aftur á seinni hluta ársins

Sérfræðingar reikna með að evran muni veikjast aftur á seinni hluta ársins.

Þetta kemur fram í könnun sem Consensus Economics gerði meðal 102 fjárfestingarfélaga. Evran stendur nú í genginu 1,30 á móti dollaranum en hún fór lægst í 1,19 fyrr í ár.

Sérfræðingarnir sem Consensus bað um að spá fyrir þróunina á evrugenginu telja að gengið falli niður í 1,20 gagnvart dollaranum fyrir árslok.

Sérfræðingarnir telja að styrking á gengi evrunnar gagnvart dollar undanfarið hafi meira markast af áhyggjum af bandarísku efnahagslífi fremur en bjartsýni á framgangi efnahags Evrópu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×