Saka Guðmund um einelti og hroka 28. júní 2010 04:00 Guðmundur Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðumaður götusmiðjunnar. Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu. Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Barnaverndarstofu barst kvörtunarbréf, undirritað af tíu starfsmönnum Götusmiðjunnar, í maí síðastliðnum. Í bréfinu lýsa starfsmenn yfir áhyggjum af starfsemi meðferðarheimilisins og saka Guðmund Tý Þórarinsson, forstöðumann stofnunarinnar, um einelti. Í bréfinu segir einnig að Guðmundur komi mjög sjaldan og óreglulega inn í Götusmiðjuna og þegar hann komi þá sé hann með yfirgang, frekju og hroka. Barnaverndarstofa lokaði meðferðarheimilinu á föstudaginn. Ástæðurnar eru ásakanir á hendur Guðmundi um hótanir um ofbeldi og limlestingar barnanna sem þar dvelja. Götusmiðjan er meðferðarheimili fyrir fólk á aldrinum 15 til 20 ára og voru átta vistmenn í meðferð á föstudag. Börnin, sem eru á aldrinum 16 til 18 ára, voru flest komin vel á veg í meðferð sinni og voru gerðar viðeigandi ráðstafanir varðandi framhaldið. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir að málið eigi sér langan og flókinn aðdraganda. Umræður hafi formlega hafist þegar bréfið barst Barnaverndarstofu en margt annað hafi einnig spilað þar inn í, þar á meðal sú staðreynd að Guðmundur hafði verið í þónokkurn tíma í viðræðum við Barnaverndarstofu um að láta af störfum og hætta meðferðarrekstri. Guðmundur segir ásakanirnar á hendur sér vera með öllu ósannar og að hann mæti í vinnuna allt að því daglega. „Ég bý í vinnunni og er alltaf til taks,“ segir Guðmundur. „Þetta er í rauninni ekki vinna, þetta er lífsstíll.“ Guðmundur tekur fram í samtali við Vísi að hann fái um sex hundruð þúsund krónur í mánaðarlaun. Stofnunin er ekki í eigu ríkisins, heldur Guðmundar sjálfs, sem sér um að greiða öllum starfsmönnum laun. Bragi telur að það sé mikilvægt að það hafi verið hlustað á börnin og þær kvartanir sem borist hafa, bæði frá þeim og starfsmönnum, um vafasama hegðun Guðmundar. „Árangur meðferðarinnar er það slakur að einungis þriðjungur barnanna nær að ljúka lágmarkstíma,“ segir Bragi. „Niðurstaða okkar var sú að þrátt fyrir gott starfsfólk var stjórnunarvanda um að kenna.“ sunna@frettabladid.is bragi guðbrandsson, forstjóri barnaverndarstofu.
Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Fleiri fréttir „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent