Enski boltinn

Lucas spenntur fyrir því að fá Ronaldinho til Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Miðjumaðurinn Lucas Leiva er afar spenntur fyrir því að fá landa sinn, Ronaldinho, til Liverpool en Brasilíumaðurinn er nú orðaður við enska liðið þar sem AC Milan er að gefast upp á honum.

"Ég veit ekkert um hvernig samningamál standa en ég yrði mjög hamingjumsamur ef hann kæmi hingað," sagði Lucas.

"Við höfum verið vinir síðan við spiluðum á Ólympíuleikunum fyrir Brasilíu. Það væri virkilega gaman að spila með honum hjá Liverpool."

Ronaldinho hefur mátt verma tréverkið hjá Milan síðustu vikur en þjálfari félagsins, Massimiliano Allegri, finnst Ronaldinho ekki taka hlutina nógu alvarlega.

Þess vegna er talið líklegt að hann fái að róa í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×