Enski boltinn

Ferdinand vill vera áfram hjá Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Framtíð varnarmannsins Anton Ferdinand er enn í óvissu. Hann hefur lítið fengið að spila í vetur og hann óttast að Sunderland hafi ekki áhuga á að halda sér. Sjálfur vill hann vera áfram hjá félaginu.

Ferdinand hefur verið mikið meiddur og svo lenti hann i rifrildi við stjórann, Steve Bruce, í sumar sem hefur ekki hjálpað hans málstað.

Ferdinand er samt ekki af baki dottinn og ætlar að berjast fyrir sínu hjá félaginu.

"Ég er meira en til í að skrifa undir nýjan samning við félagið. Ég skulda þessu félagi mikið og vonandi kemur ekki sá dagur að ég þurfi að leita að nýju félagi," sagði Ferdinand.

Hann viðurkennir fúslega að rifrildið við Bruce í sumar hafi ekki hjálpað sér neitt mikið en er að reyna að vinna úr sinni stöðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×