Enski boltinn

Yossi Benayoun búinn að gera fjögurra ára samning við Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yossi Benayoun.
Yossi Benayoun. Mynd/AFP
Yossi Benayoun er búinn að gera fjögurra ára samning við Chelsea samkvæmt heimildum Guardian en Ísraelsmaðurinn hefur spilað með Liverpool frá árinu 2007.

Chelsea hefur verið á eftir ísraelska landsliðsmanninum í nokkurn tíma og er hann hugsaður sem eftirmaður Joe Cole sem náði ekki samkomulagi um að endurnýja samning sinn við Lundúnaliðið.

Hinn 30 ára gamli Yossi Benayoun er búinn að samþykkja fjögurra ára samning en það gæti verið langt í því að gengið verið frá kaupunum því Chelsea á eftir að ná samkomulagi um kaupverðið við Liverpool.

Liverpool keypti Benayoun á fimm milljónir punda frá West Ham í júlí 2007 og er sagt vilja fá um tíu milljónir fyrir hann. Chelsea vill ekki eyða meiru en fjórum milljónum í Benayoun og því gæti verið einhver tími í að félögin nái samkomulagi um kaupverðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×