Körfubolti

Hamarskonur komnar í 1-0 eftir tuttugu stiga sigur á Keflavik

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julia Demirer fór á kostum í leiknum í dag.
Julia Demirer fór á kostum í leiknum í dag. Mynd/Valli
Hamarskonur unnu 20 stiga sigur á Keflavík, 97-77, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í Hveragerði í dag. Julia Demirer var með 25 stig og 16 fráköst hjá Hamar og Kristrún Sigurjónsdóttir bætti við 18 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.

Hamar byrjaði leikinn frábærlega og var komið í 25-9 eftir fyrsta leikhluta þar sem þær Kristrún Sigurjónsdóttir (12 stig) og Julia Demirer (11 stig, 6 fráköst) voru allt í öllu fyrstu tíu mínútur leiksins.

Keflavík vann síðustu fimm mínútur fyrri hálfleiks 19-8 og kom muninum niður í sex stig, 48-42, fyrir hálfleik. Hamar byrjaði seinni hálfleikinn vel en Keflavík kom til baka og það munaði áfram sex stigum, 70-64, fyrir lokaleikhlutann.

Hamarsliðið byrjaði lokaleikhlutann á 9-1 spretti, komst í 79-65 og var með nokkur góð tök á leiknum eftir það. Guðbjörg Sverrisdóttir fór mikinn á lokakaflanum í liði Hamars en hún skoraði 12 stig á síðustu 10 mínútunum og 10 sekúndunum í leiknum.

Hamar er þar með komið í 1-0 í þessu undanúrslitaeinvígi en það lið kemst í lokaúrslitin sem fyrr vinnur þrjá leiki. Næsti leikur er í Keflavík á þriðjudaginn.

Hamar-Keflavík 97-77 (48-42)

Stig Hamars: Julia Demirer 25 (16 frák.), Kristrún Sigurjónsdóttir, 18 (8 fráköst, 8 stoðsendingar) Guðbjörg Sverrisdóttir 18, Koren Schram 11, Fanney Lind Guðmundsdóttir 10 (8 fráköst), Sigrún Ámundadóttir 8 (8 fráköst), Íris Ásgeirsdóttir 4, Hafrún Hálfdánardóttir 3.

Stig Keflavíkur: Kristi Smith 22, Birna Valgarðsdóttir 15, Bryndís Guðmundsdóttir 14, Marín Rós Karlsdóttir 7, Pálína Gunnlaugsdóttir 7, Rannveig Randversdóttir 6, Hrönn Þorgrímsdóttir 4, Svava Ósk Stefánsdóttir 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×