Bíó og sjónvarp

J.J. Abrams sýnir leynistiklu á undan Iron Man

J.J. Abrams er ekki mikið fyrir að segja frá næstu verkefnum sínum.
J.J. Abrams er ekki mikið fyrir að segja frá næstu verkefnum sínum.

Kvikmyndagerðarmaðurinn J.J. Abrams er snillingur í því að búa til dulúð í kringum sínar kvikmyndir. Skemmst er að minnast Clover­field en stikla úr myndinni birtist, öllum að óvörum, á Netinu án þess að nokkur vissi að hún væri einu sinni til.

Nú virðist svipað vera upp á teningnum með nýjasta verkefni Abrams sem hefur verið gefið vinnuheitið Super 8. Sá orðrómur hefur kvisast út að leyndardómsfullt sýnishorn fyrir myndina verði sýnt á undan Iron Man 2, þegar hún verður frumsýnd í Bandaríkjunum um helgina.

Vefmiðlar hafa reynt að geta í eyðurnar, einhverjir telja að hún sé sjálfstætt framhald Cloverfield, eða forsaga, en aðrir eru ekki jafnvissir. Eitt er víst að Abrams sjálfur á ekki eftir að tjá sig neitt um Super 8 svo hann eyðileggi ekki þessa ókeypis kynningu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.