Erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden 20. september 2010 17:53 Guðjón Arnar Kristjánsson, fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins, segir að erfiðara sé að fá fund með Jóni Gnarr en Osama Bin Laden. „Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli." Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
„Við höfum engin svör fengið," segir Guðjón Arnar Kristjánsson fyrrverandi formaður Frjálslynda flokksins. Hann hefur ásamt, Sigurjóni Þórðarsyni, formanni Frjálslynds flokksins, ítrekað óskað eftir fundi með borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr. Sigurjón segist alltaf fá þau svör að borgarstjóri sé of upptekinn til að veita honum móttöku. Honum finnst þetta óeðlilegt afgreiðsla enda sé hann í forsvari fyrir starfandi stjórnmálaafl á Íslandi og telur hreinlega að um andúð Jóns Gnarr í garð Frjálslynda flokksins sé að ræða. „Ég veit ekki hvort þetta eru landsbyggðafordmómar eða hvað. Við í Frjálslynda flokknum tilheyrum auðvitað ekki menntaelítunni í borginni," segir Sigurjón. Tilefni þess að Sigurjón óskar eftir fundi með Jóni er að Frjálslyndi flokkurinn fékk aldrei greidda dráttarvexti af styrkjum sem Reykjavíkurborg greiddi flokknum, seinna en öllum öðrum flokkum, fyrir árin 2008 og 2009. Um er að ræða styrk sem borgin greiðir til flokks í hlutfalli við kjörfylgi hans í síðustu sveitastjórnarkosningum þar á undan. Auk þess fékk flokkurinn aldrei styrkinn fyrir árið 2008, heldur Ólafur F. Magússon. Óvissa skapaðist um hvert skyldi greiða styrkinn eftir að Ólafur F. Magnússon, sem kosinn var í borgarstjórn fyrir hönd Frjálslynda flokksins, klauf sig úr flokknum og gerðist óháður. Árið 2008 lét Ólafur greiða styrkinn inn á eigin reikning en ekki reikning Frjálslynda flokksins. Í framhaldi af því óskaði stjórn Frjálslynda flokksins eftir áliti samgöngu- og sveitastjórnarráðuneytisins á því hvort Ólafur ætti að fá styrkinn eða Frjálslyndi flokkurinn. Í febrúar á þessu ári komst ráðuneytið að þeirri niðurstöðu að Frjálslyndi flokkurinn ætti að fá styrkinn. Guðjón Arnar segir að flokkurinn hafi ekki enn fengið styrkinn. Sigurjón er mjög undrandi á því að borgarstjórinn skuli ekki taka á móti honum til að ræða þetta mál. Hann segir að borgarstjórinn hafi heldur ekki svarað bréfum sem send hafa verið á skrifstofu hans af hálfu Frjálslynda flokksins. „Ég held að hann sé hreinlega bara að leggja okkur í einelti," segir Sigurjón. Guðjón Arnar Kristjánsson tekur undir með Sigurjóni og segir að allar leiðir hafi verið farnar. „Við skrifuðum honum bréf fyrir viku síðan þar sem við lýstum því að við vildum leysa þetta mál og hvernig það ætti að gera það upp. Við höfum engin svör fengið. Það virðist vera erfiðara að fá fund með Jóni Gnarr en Bin Laden eða einhverjum álíka, sem enginn veit hvar er staddur. Þolinmæði okkar er ekki orðin mikil í þessu máli."
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira