Körfubolti

KR og Keflavík jöfnuðu met Njarðvíkinga - undanúrslitin klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Emil Þór Jóhannsson lék vel með Snæfellsliðinu.
Emil Þór Jóhannsson lék vel með Snæfellsliðinu. Mynd/Daníel

KR og Keflavík komust í gær í undanúrslit Lengjubikars karla í körfubolta ásamt Snæfell og Grindavík. Þau jöfnuðu þar með met Njarðvíkinga sem sátu eftir í 8 liða úrslitum eftir tap á heimavelli fyrir Grindavík.

Öll þrjú félögin hafa nú tólf sinnum komist í undanúrslit Fyrirtækjabikarsins síðan hann fór fyrst fram árið 2006 en keppnin fer nú fram í fimmtánda sinn.

Keflavík vann 97-85 sigur á Hamar í Toyota-höllinni. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 23 stig og Valention Maxwell var með 20 stig auk þess að þeir gáfu báðir 6 stoðsendingar á félaga sína. Svavar Páll Pálsson var með 23 stig og 8 fráköst hjá Hamar.

Grindvíkingar voru eina liðið sem vann á útivelli í 8 liða úrslitunum þegar liðið vann sannfærandi 102-87 sigur á Njarðvíkingum í Ljónagryfjunni. Páll Axel Vilbergsson skoraði 28 stig fyrir Grindavík, Andre Smith var með 22 stig og Ólafur Ólafsson var með 16 stig og 11 fráköst. Guðmundur Jónsson skoraði 25 stig fyrir Njarðvík.

Snæfell vann 94-76 sigur á Fjölni. Emil Þór Jóhannsson skoraði 21 stig fyrir Snæfell og Ryan Amaroso var með 20 stig og 12 fráköst. Ægir Þór Steinarsson og Tómas Heiðar Tómasson skoruðu báðir 18 stig fyrir Fjölni.

KR vann 97-76 sigur á KFÍ þar sem Pavel Ermolinskij var með 18 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir KR, Brynjar Þór Björnsson bætti við 17 stigum og fyrirliðinn Fannar Ólafsson var með 15 stig og 14 fráköst. Edin Suljic var með 23 stig og 10 fráköst hjá KFÍ.

KR-ingar eru eina liðið sem hefur komist í undanúrslit keppninnar síðustu sex ár, Snæfell var að komast svona langt fjórða árið í röð en Grindavík er núverandi meistari og er komið nú í hóp fjögurra fræknu þriðja árið í röð. Keflvíkingar misstu hinsvegar af undanúrslitum í fyrra.

Undanúrslitaleikirnir fara fram klukkan 19.15 á miðvikudagskvöldið. Snæfell tekur þá á móti Grindavík í Stykkishólmi og KR-ingar heimsækja Keflvíkinga í Toyota-höllina í Keflavík.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×