Er Facebook hættuleg? Þorbjörg Marinósdóttir skrifar 20. september 2010 10:44 Ísland hefur tekið samskiptasíðunni facebook opnum örmum - hreinlega gleypt hana. Þó nokkrir eru jafnvel með fleiri en eina síðu. Síðu fyrir sig, aðra fyrir fyrirtæki, félagasamtök, klúbba, áhugamál eða jafnvel börnin sín til að hlaða inn myndum líkt og foreldrar gera á vefnum Barnaland. Fólk skiptist á myndum, skilaboðum, heldur sambandi við vini og vandamenn um allan heim og þar fram eftir götunum. Síðan er einnig gagnleg til að kynnast hinu kyninu og þó nokkuð er um svo kölluð „facebook stefnumót" sem er gott og blessað enda er ég dyggur aðdáandi stefnumóta og ástar. Ég þekki þó nokkur pör sem kynntust í gegnum facebook eða könnuðust lítilega við hvort annað en facebook sá til þess að meira yrði úr kunningsskapnum. Ef stefnan er tekin á slíkt facebook deit bið ég fólk að íhuga hver sé forsendan fyrir stefnumótinu til að forðast misskilning og særindi.Er að versla í HM! Þessi sérlega síða sem hefur gleypt landið - og heiminn er þó langt frá því að vera fullkomin. Það er margt sem þarf að varast. Hver er til dæmis tilgangurinn með því að vera með heimilisfang, síma og aðrar persónulegar upplýsingar þarna inni? Þessar upplýsingar má jú finna í þjóðskrá og eftir öðrum leiðum en til hvers að auðvelda hverjum sem er að finna þig ?Hættuleg hrifning Annað sem ber að íhuga eru börn og unglingar sem nota síðuna gífurlega mikið. Stúlkur eru iðnar við að setja inn mikið magn af myndum og taka fram hvert verður farið þetta kvöld og með hverjum. Með einu klikki er búið að segja mörg hundruð manns hvar nokkrar drukknar unglingstúlkur verða þetta kvöld. Þetta getur verið stórhættulegt ef viðkomandi er með rangan einstakling inn á síðunni sinni. Með því meina ég að þú veist ekkert endilega hver er að fylgjast með þér. Ég þekki til ungrar konu sem fékk vinabeiðni frá myndarlegum manni með notalegum skilaboðum. Hún sá að þau áttu mikið af sameiginlegum vinum og því gerði hún ráð fyrir að þetta væri hinn vænsti maður enda voru sameiginlegir vinir þeirra allt hið mesta ágætisfólk. Þau spjölluðu stuttlega í gegnum skilaboð á facebook. Maðurinn bjó út á landi og sagðist sjaldan koma í bæinn svo þessi ágæta vinkona mín spáði ekki mikið í það. Stuttu seinna dúkkar hann svo upp, á uppáhaldskaffihúsinu hennar sem hún hefur marg oft lýst aðdáun sinni á í statusum. Hann heilsar henni og lýsir aðdáun sinni á þessari ágætu vinkonu minni. Hún tekur þó fljótlega eftir því hve undarlega fólk horfir á þau og afsakar sig fljótlega og fer. Í kjölfar hittingsins gúgglar hún facebook nafn viðkomandi og kemst að því að hann er dæmdur ofbeldismaður og hefur meðal annars hlotið kærur fyrir að misþyrma konu. Málið er að þú veist aldrei hver er hinum megin við fallegu prófíl myndina ef þú þekkir viðkomandi ekki persónulega. Börn og unglingar eru því miður oft fórnalömb ódæðismanna í gegnum netsíður og því rík ástæða til að brýna fyrir þeim hætturnar bak við vinalegu myndirnar. En hér kemur einnig sterkt inn að það er ekki töff að vera með mömmu sem vin á facebook og því bendi ég foreldrum á að ræða þetta sín á milli og reyna að fylgjast með facebook notkun barna sinn án þess að kæfa þau eða njósna um þau. Bara spjalla um hætturnar líkt og þessi saga sýnir fram á. Það er heldur ekkert sem segir að sameiginlegir vinir séu í raun annað en vinir á netinu. Það er að segja - margir hafa ekki hitt helming facebook vina sinna.Mamma og pabbi eru að skilja! Mörg sambönd hafa einnig farið flatt á facebook. Sálfræðingar hafa lýst áhyggjum sínum yfir óeðlilegum samskiptum á síðunni. Börn hafa jafnvel komist að skilnaði foreldra sinna í gegnum síðuna og hún er oft uppspretta öfundsýki og óöryggis. Fólk er með fyrrum maka sem vini, samstarfsfélagar af hinu kyninu þykja kommenta óhóflega mikið og þar fram eftir götunum. Tilfinningapotturinn sem samankominn er á þessari sérlegu síðu er einfaldlega sumum ómögulegur burtséð frá hversu mikill tímaþjófur þetta er. Facebook er engu að síður mikið undratæki sem sameinar fólk og hefur jafnvel komið af stað ástar- og vináttusamböndum. En fátt er gallalaust í þessum heimi og því gott að hafa þessi atriði í huga. Ég á tvær unglingssystur sem ég er mjög óróleg yfir hvað þetta varðar. Þá er bara eitt í stöðunni - að tala við þær og benda þeim á skúmaskotin sem leynast þarna inni. Notum netið af skynsemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Marinósdóttir Samfélagsmiðlar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur tekið samskiptasíðunni facebook opnum örmum - hreinlega gleypt hana. Þó nokkrir eru jafnvel með fleiri en eina síðu. Síðu fyrir sig, aðra fyrir fyrirtæki, félagasamtök, klúbba, áhugamál eða jafnvel börnin sín til að hlaða inn myndum líkt og foreldrar gera á vefnum Barnaland. Fólk skiptist á myndum, skilaboðum, heldur sambandi við vini og vandamenn um allan heim og þar fram eftir götunum. Síðan er einnig gagnleg til að kynnast hinu kyninu og þó nokkuð er um svo kölluð „facebook stefnumót" sem er gott og blessað enda er ég dyggur aðdáandi stefnumóta og ástar. Ég þekki þó nokkur pör sem kynntust í gegnum facebook eða könnuðust lítilega við hvort annað en facebook sá til þess að meira yrði úr kunningsskapnum. Ef stefnan er tekin á slíkt facebook deit bið ég fólk að íhuga hver sé forsendan fyrir stefnumótinu til að forðast misskilning og særindi.Er að versla í HM! Þessi sérlega síða sem hefur gleypt landið - og heiminn er þó langt frá því að vera fullkomin. Það er margt sem þarf að varast. Hver er til dæmis tilgangurinn með því að vera með heimilisfang, síma og aðrar persónulegar upplýsingar þarna inni? Þessar upplýsingar má jú finna í þjóðskrá og eftir öðrum leiðum en til hvers að auðvelda hverjum sem er að finna þig ?Hættuleg hrifning Annað sem ber að íhuga eru börn og unglingar sem nota síðuna gífurlega mikið. Stúlkur eru iðnar við að setja inn mikið magn af myndum og taka fram hvert verður farið þetta kvöld og með hverjum. Með einu klikki er búið að segja mörg hundruð manns hvar nokkrar drukknar unglingstúlkur verða þetta kvöld. Þetta getur verið stórhættulegt ef viðkomandi er með rangan einstakling inn á síðunni sinni. Með því meina ég að þú veist ekkert endilega hver er að fylgjast með þér. Ég þekki til ungrar konu sem fékk vinabeiðni frá myndarlegum manni með notalegum skilaboðum. Hún sá að þau áttu mikið af sameiginlegum vinum og því gerði hún ráð fyrir að þetta væri hinn vænsti maður enda voru sameiginlegir vinir þeirra allt hið mesta ágætisfólk. Þau spjölluðu stuttlega í gegnum skilaboð á facebook. Maðurinn bjó út á landi og sagðist sjaldan koma í bæinn svo þessi ágæta vinkona mín spáði ekki mikið í það. Stuttu seinna dúkkar hann svo upp, á uppáhaldskaffihúsinu hennar sem hún hefur marg oft lýst aðdáun sinni á í statusum. Hann heilsar henni og lýsir aðdáun sinni á þessari ágætu vinkonu minni. Hún tekur þó fljótlega eftir því hve undarlega fólk horfir á þau og afsakar sig fljótlega og fer. Í kjölfar hittingsins gúgglar hún facebook nafn viðkomandi og kemst að því að hann er dæmdur ofbeldismaður og hefur meðal annars hlotið kærur fyrir að misþyrma konu. Málið er að þú veist aldrei hver er hinum megin við fallegu prófíl myndina ef þú þekkir viðkomandi ekki persónulega. Börn og unglingar eru því miður oft fórnalömb ódæðismanna í gegnum netsíður og því rík ástæða til að brýna fyrir þeim hætturnar bak við vinalegu myndirnar. En hér kemur einnig sterkt inn að það er ekki töff að vera með mömmu sem vin á facebook og því bendi ég foreldrum á að ræða þetta sín á milli og reyna að fylgjast með facebook notkun barna sinn án þess að kæfa þau eða njósna um þau. Bara spjalla um hætturnar líkt og þessi saga sýnir fram á. Það er heldur ekkert sem segir að sameiginlegir vinir séu í raun annað en vinir á netinu. Það er að segja - margir hafa ekki hitt helming facebook vina sinna.Mamma og pabbi eru að skilja! Mörg sambönd hafa einnig farið flatt á facebook. Sálfræðingar hafa lýst áhyggjum sínum yfir óeðlilegum samskiptum á síðunni. Börn hafa jafnvel komist að skilnaði foreldra sinna í gegnum síðuna og hún er oft uppspretta öfundsýki og óöryggis. Fólk er með fyrrum maka sem vini, samstarfsfélagar af hinu kyninu þykja kommenta óhóflega mikið og þar fram eftir götunum. Tilfinningapotturinn sem samankominn er á þessari sérlegu síðu er einfaldlega sumum ómögulegur burtséð frá hversu mikill tímaþjófur þetta er. Facebook er engu að síður mikið undratæki sem sameinar fólk og hefur jafnvel komið af stað ástar- og vináttusamböndum. En fátt er gallalaust í þessum heimi og því gott að hafa þessi atriði í huga. Ég á tvær unglingssystur sem ég er mjög óróleg yfir hvað þetta varðar. Þá er bara eitt í stöðunni - að tala við þær og benda þeim á skúmaskotin sem leynast þarna inni. Notum netið af skynsemi.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar