„Strákar, þið eruð eitthvað vangefnir“ 20. september 2010 20:46 Andri Snær Magnason rithöfundur „Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira
„Þú vannst náttúrulega í miklu betra umhverfi en að búa til gull úr skít," sagði Andri Snær Magnason rithöfundur við Tryggva Þór Herbertsson alþingismann í Kastljósinu í kvöld. Andri Snær skrifaði grein í Fréttablaðið nýlega þar sem hann gagnrýndi virkjanir á Íslandi. Tryggvi Þór skrifaði einnig grein í Fréttablaðið nú um helgina um sama málaflokk. Andri Snær sagði að byrjað væri að byggja álver í Helguvík og á Húsvík, en ekki sé búið að tryggja einu sinni 1/3 af orkunni sem þarf. „Þetta er mjög skrítið, ég hef haldið fyrirlestra á stöðum þar sem orkuiðnaðurinn er kominn saman. Þá er ég kannski bara með megavöttin og segi: Strákar þið eruð ruglaðir. Þá fer maður að nördast ofan í tonnin og allt þetta drasl sem ég veit ekkert hvort almenningur sé vel inn í en ég segi: Ef þið ætlið að setja álver fyrir norðan þá þurfiði 650 megavött," sagði Andri og benti á að ekki sé vitað hvort að orkan á háhitasvæðunum dugar. „Ég segi við þá: Strákar þið eruð eitthvað vangefnir, þurfiði 650 megavött ef Alcoa færi þarna niður. Þið hafið ekki hugmynd um hvort það er hægt, plús það að skalinn er svo mikill að hann breiðir úr sér um alla Mývatnssveitina. Afhverju eruði að hugsa í þessum skala? Hvað er að hjá ykkur? Ég tek megavöttin og allt þetta, og svo kemur einhver maður hjá álfyrirtæki og sýnir mér línurit og segir: Á Íslandi er hrein orka. Á Íslandi framleiðum við ál miklu betur en í Kína. Þeir koma bara með svona bólur og svara aldrei, hér eru tölurnar er þetta hægt eða er þetta ekki hægt? Hann sagði þetta svipað og ef maður sem notar skó númer 44 ætlaði að fara í skó númer 36. Það væri einfaldlega ekki hægt. Og ef hann reyndi að troða sér í skóna, myndi hann eyðileggja þá. Það þyrfti að finna einhvern sem notar skó númer 44 til að komast í skóna. „Þetta er að gerast með háhitasvæðin, menn eru að troða alltof mikilli orkuframleiðslu ofan í svæði sem við höfum ekki hugmynd um hvort að þola þetta." Tryggvi Þór sagði þá að Andri Snær væri frábær rithöfundur en hann væri móti framförum og fullur bölsýni. „Ef við ætlum að auka lífskjörin á Íslandi þarf að framleiða," sagði Tryggvi og benti á að það þurfi að virkja skynsamlega. „Það sem þú ert að gera er að velja það sjónarhorn sem áhorfendum líkar, það að nálgast þetta út frá Anti-kapítalisma, að þetta séu ljót fyrirtæki sem framleiði hergögn og brjóti gegn mannréttindum," sagði Tryggvi. „Hann (Andri Snær innsk.blm.) er að segja að þeir séu klikkaðir að láta detta sér í hug að virkja svona hratt, þetta er ekki málefnalegt. Hann er klár náungi, en hann er prestur í Culti," sagði Tryggvi. Andri Snær benti á að á Íslandi sé fullt af kláru fólki. „Og það er sorglegt þegar að káru fólki er beint í ranga átt," sagði Andri og tók bankahrunið sem dæmi. „Við sem þjóð getum alveg búið til ramma utan um okkar orkukerfi." Hægt er að sjá viðtalið við Tryggva og Andra hér.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Sjá meira