Fótbolti

Van Gaal vill gerast landsliðsþjálfari

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Louis van Gaal, stjóri Bayern München.
Louis van Gaal, stjóri Bayern München. Nordic Photos / Getty Images

Karl-Heinz Rummenigge, stjórnarformaður Bayern München, segir að Louis van Gaal, knattspyrnustjóri liðsins, vilji aftur fá tækifæri til að gerast landsliðsþjálfari áður en ferlinum lýkur.

Van Gaal hefur náð góðum árangri með Bayern og gerði liðið að tvöföldum meisturum í Þýskalandi á síðasta keppnistímabili. Þar að auki stýrði hann liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu þar sem liðið tapaði fyrir Inter frá Ítalíu.

„Ég er hóflega bjartsýnn," sagði Rummenigge um möguleikann á því að framlengja núverandi samning van Gaal sem rennur út árið 2011.

„Hann er víst að velta þeim möguleika fyrir sér að þjálfa landslið. Við verðum vonandi búnir að finna lausn á þessu fyrir jól," bætti hann við. Það er því ekki útilokað að Bayern sé reiðubúið að bjóða van Gaal að taka að sér þjálfun landsliðs samhliða starfi hans hjá félaginu.

Van Gaal var áður landsliðsþjálfari Hollands frá 2000 til 2002. Þá mistókst hins vegar landsliðinu að tryggja sér þátttökurétt í úrslitakeppni HM 2002 í Japan og Suður-Kóreu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×