Fótbolti

Versta byrjun Bayern í 33 ár - Van Gaal segir þá spila betur en í fyrra

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Louis van Gaal, þjálfari Bayern Munchen.
Louis van Gaal, þjálfari Bayern Munchen. Mynd/AFP
Louis van Gaal, þjálfari Bayern Munchen, er ekkert alltof óánægður með leik sinna manna þótt að liðið hafi byrjað verr í þýsku deildinni í 33 ár. Bayern er í 9. sæti deildarinnar með fimm stig eða sjö stigum færra en topplið Mainz.

„Ég er búinn að skoða leiki okkar á þessu tímabili og ég get ekki sagt það að við séum að leika illa. Við erum að spila mun betur en við gerðum á síðasta tímabili," sagði Louis van Gaal.

Bayern var í áttunda sæti á sama tíma í fyrra einnig með fimm stig en betri markatölu. Markatala liðsins nú er -1 en var +2 í fyrra.

„Leikmennirnir vita vel hvað gerist þegar við náum í svona fá stig. Pressan kemur utan af frá fjölmiðum og yfirmönnum. Þetta er eðlilegt því við erum stórt félag sem á að vera á toppnum," sagði Van Gaal.

„Það er samt langt eftir af tímabilinu og leiknir í mars og apríl munu ráða mestu. Við verðum bara að passa upp á það að vera með í baráttunni þegar kemur að þeim leikjum," sagði Van Gaal.

Bayern mætir Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum í Hoffenheim annaðkvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×