Körfubolti

Bikarmeistarar Snæfells úr leik

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik KR og Hamars í kvöld. Mynd/Stefán
Úr leik KR og Hamars í kvöld. Mynd/Stefán

Njarðvík, Tíndastóll og KR tryggðu sér öll sæti í átta liða úrslitum Poweradebikars karla í kvöld. Njarðvík lagði Snæfell í Fjárhúsinu í háspennuleik. Það er því ljóst að Snæfell ver ekki bikarmeistaratitilinn í ár.

Tindastóll gerði sér svo lítið fyrir og vann afar öruggan sigur á Keflavík í Sláturhúsinu í Keflavík. Þar fór Hayward Fain mikinn í liði Stólanna.

KR vann síðan öruggan og sannfærandi sigur á Hamri vestur í bæ.

Úrslit kvöldsins:

KR-Hamar 99-74 (33-16, 21-23, 21-15, 24-20)

KR: Brynjar Þór Björnsson 25/6 stoðsendingar, Marcus  Walker 21/6 stoðsendingar, Fannar Ólafsson 17/5 fráköst, Ólafur Már Ægisson 9, Jón Orri Kristjánsson 8/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 7/11 fráköst/12 stoðsendingar, Hreggviður Magnússon 7, Matthías Orri Sigurðarson 3, Finnur Atli Magnússon 2/7 fráköst.

Hamar: Andre Dabney 16/5 fráköst, Snorri Þorvaldsson 15, Nerijus Taraskus 12/6 fráköst, Darri Hilmarsson 8, Ellert Arnarson 7, Ragnar Á. Nathanaelsson 4/6 fráköst, Svavar Páll Pálsson 4/7 fráköst, Bjarni Rúnar Lárusson 4, Hilmar Guðjónsson 2, Kjartan Kárason 2.

Keflavík-Tindastóll 78-95 (24-33, 28-14, 13-28, 13-20)

Keflavík: Valentino Maxwell 26, Hörður Axel Vilhjálmsson 17/4 fráköst/12 stoðsendingar/6 stolnir, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 16/11 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 6, Þröstur Leó Jóhannsson 6, Lazar Trifunovic 4/6 fráköst, Gunnar Einarsson 3.

Tindastóll: Hayward Fain  29/14 fráköst/3 varin skot, Sean Kingsley Cunningham 27/6 stolnir, Dragoljub Kitanovic 21/6 fráköst, Friðrik Hreinsson 7, Helgi Freyr Margeirsson 6/4 fráköst/5 stoðsendingar, Hreinn Gunnar Birgisson 2, Halldór Halldórsson 2.

Snæfell-Njarðvík 97-98 (28-20, 26-31, 20-25, 23-22)

Snæfell: Ryan Amaroso 28/14 fráköst/6 stoðsendingar, Sean Burton 21, Jón Ólafur Jónsson 19/8 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 11, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 10/4 fráköst, Atli Rafn Hreinsson 3/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Sveinn Arnar Davíðsson 2.

Njarðvík: Christopher Smith 29/13 fráköst/7 varin skot, Guðmundur  Jónsson 21/6 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 14/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9, Páll Kristinsson 6/7 fráköst, Lárus Jónsson 6/5 fráköst/5 stoðsendingar, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Friðrik E.  Stefánsson 5, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×