Upp­gjörið: Þróttur - Breiða­blik 2-2 | Samantha bjargaði stigi

Stefán Marteinn Ólafsson skrifar
Það var hart barist á Avis vellinum í kvöld.
Það var hart barist á Avis vellinum í kvöld. Paweł/Vísir

Íslandsmeistarar Breiðabliks lentu 0-2 undir gegn Þrótti Reykjavík í leik liðanna í 2. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Meistararnir létu ekki deigann síga og tókst að jafna metin í uppbótartíma, jafntefli niðurstaðan í Laugardalnum.

Leikurinn fór fjörlega af stað þar sem Þróttur mætti sprækar til leiks og pressaði lið Breiðabliks vel strax frá upphafsmínútum.

Það dró til tíðinda á 9. mínútu leiksins þegar Þórdís Elva Ágústsdóttir fékk boltann fyrir utan teig og lét vaða beint í Samantha Rose Smith sem Hreinn Magnússon dómari mat sem svo að færi í hendina á henni og ekki í nokkrum vafa þegar hann bendir á vítapunktinn.

Katie Cousins skorar úr vítaspyrnunni.Paweł/Vísir

Katie Cousins stillti boltanum upp á vítapunktinum og þrumaði honum óverjandi upp í hornið hægra meginn. Katherine Devine átti ekki möguleika og Þróttur var búið að taka forystuna eftir um tíu mínútna leik.

Á 34. mínútu leiksins fékk Breiðablik hornspyrnu sem féll út úr teignum til Kristínar Dísar Árnadóttur sem átti fast skot í átt að marki en vildi svo óheppilega til að small í samherja hennar Barbáru Sól Gísladóttur sem þurfti að yfirgefa völlinn eftir það. Inn í hennar stað kom Helga Rut Einarsdóttir.

Freyja Karín lætur vaða að markiPaweł/Vísir

Freyja Karín Þorvarðardóttir náði að setja boltann snyrtilega í netið í uppbótartíma fyrri hálfleiks en flaggið var komið á loft svo það fékk ekki að standa. Þróttur fór inn í hálfleikinn sanngjarnt einu marki yfir og hefði hæglega getað verið búnar að bæta fleiri mörkum við.

Það kom aðeins meira líf í síðari hálfleiknum hjá Breiðablik. Agla María Albertsdóttir kom sér snemma í gott færi en renndi boltanum öfugum meginn við stöngina.

Þróttir fagnar öðru marki leiksins.Paweł/Vísir

Þróttur bætti við öðru marki sínu á 76. mínútu leiksins þegar hornspyrna Katie Cousins fór af Samantha Rose Smith og í eigið net. Klaufalegt en Þróttur voru búnar að vera hóta öðru marki fyrir þetta.

Það var svo á 80. mínútu leiksins þar sem Heiða Ragney Viðarsdóttir minnkaði muninn fyrir gestina eftir frábæran undirbúning frá Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur sem hafði komið inn á stuttu áður.

Þetta kveikti upp von fyrir gestina sem sóttu nokkuð síðustu mínúturnar. Það var svo í uppbótartíma þar sem Samantha Rose Smith jafnaði leikinn fyrir Breiðablik 2-2 og þar við sat.

Samantha Rose Smith í baráttunniPaweł/Vísir

Atvik leiksins

Alveg í restina fara Þróttarar upp vænginn og reyna að koma fyrirgjöf fyrir markið sem virðist fara af hendinni á varnarmanni Breiðabliks en ekkert dæmt, þess í stað flautað til leiksloka.

Stjörnur og skúrkar

Freyja Karín Þorvarðardóttir, Katie Cousins og Caroline Murray voru frábærar í dag hjá Þrótti.

Hjá Breiðablik fannst manni þær eiga töluvert inni og Katherine Devine bjargaði þeim nokkrum sinnum í kvöld.

Dómararnir

Hreinn Magnússon hélt utan um flautuna í dag og honum til aðstoðar voru Ragnar Arelíus Sveinsson og Eydís Ragna Einarsdóttir. Róbert Þór Guðmundsson var fjórði dómari. Vítið sem Þróttur fær dæmt í upphafi leiks er á dökk gráu svæði. Alls ekki svo viss um að þetta fari í hendina á Samantha Rose Smith heldur meira í andlitið á henni. Þróttur átti svo að fá víti alveg í restina svo kannski jafnast það út þó svo það eigi aldrei að bæta upp mistök með öðrum mistökum. Teymið í dag hefur átt betri daga. Skulum láta það liggja þar.

Stemingin og umgjörð

Það var ágætlega setið í stúkunni í kvöld. Hefði verið skemmtilegra að sjá fleiri en fullt kredit á þá sem lögðu leið sína á Avis völlinn. Gott veður og fullt sem vann með okkur í dag. Umgjörðin hjá Þrótti var svo með fínasta móti.

Viðtöl

Nik Chamberlain þjálfari BreiðabliksPaweł/Vísir

„Stundum skapar þú þína eigin heppni“

„Mér fannst þetta frábær karakter hjá okkur að koma til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir“ Sagði Nik Chamberlain þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir og viðurkenndi Nik að hans lið var kannski heppið að ná stigi úr þessum leik.

„Já ég held það. Það er ekki hægt að neita því að Þróttur fékk fleiri tækifæri og Kate [Katherine Devine] átti stórkostlega vörslu á einum tímapunkti til að halda okkur inni í leiknum“

„Ég vill samt ekki endilega segja að við séum heppnar að ná stigi því stundum skapar þú þína eigin heppni og við börðumst alveg til enda. Stundum þarftu smá gæði eins og frá Kate [Katherine Devine] sem varði vel en ég held að heilt yfir hafi Þróttur sennilega verið betri aðilinn í kvöld“ sagði Nik Chamberlain að lokum.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira