Enski boltinn

Rafael Benitez: Eccleston getur átt bjarta framtíð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nathan Eccleston í leiknum á móti Fulham.
Nathan Eccleston í leiknum á móti Fulham. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur trú á hinum 19 ára gamla framherja Nathan Eccleston sem skrifaði undir samning við enska liðið í vikunni. Eccleston er í hópi nokkra ungra leikmanna sem hafa fengið tækifæri hjá Spánverjanum á þessu tímabili.

„Það er mikilvægt fyrir okkur að halda ungu leikmönnunum hjá félaginu," sagði Rafael Benitez í viðtali á heimasíðu Liverpool.

„Eccleston er að standa sig vel og hann fékk tækifæri með aðalliðinu á móti bæði Arsenal og Fulham. Hann er einnig að spila vel með varaliðinu. Hann hefur hæfileika en aðalatriðið er að hann verði duglegur því þá getur hann orðið leikmaður," sagði Benitez.

Eccleston, sem er fæddur 30. desember 1990, kom frá Bury til Liverpool þegar hann var aðeins fimmtán ára gamall.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×