Enski boltinn

Maxi búinn að semja við Liverpool

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Argentínumaðurinn Maxi Rodriguez skrifaði í kvöld undir þriggja og hálfs árs samning við Liverpool.

Maxi kemur frá Atletico Madrid. Hann fór fyrr í dag í læknisskoðun hjá félaginu og hefur nú skrifað undir samning.

Maxi er fyrsti leikmaðurinn sem Liverpool fær í janúarglugganum en félagið hefur þegar selt tvo leikmenn í glugganum.

Vængmaðurinn kemur til Liverpool án greiðslu.

Hann mun fylgjast með leik Liverpool gegn Reading í kvöld og gæti spilað sinn fyrsta leik fyrir félagið um næstu helgi er Liverpool mætir Stoke City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×