Handbolti

Glandorf ekki með Þjóðverjum í kvöld

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Holger Glandorf í leik með þýska landsliðinu.
Holger Glandorf í leik með þýska landsliðinu. Nordic Photos / Bongarts
Holger Glandorf verður ekki með Þjóðverjum í kvöld vegna meiðsla sem hann varð fyrir í fyrri æfingaleiknum gegn Íslandi um helgina.

Óvíst er hvort hann geti verið með á EM í Austurríki sem hefst í næstu viku en landsliðsþjálfarinn Heiner Brand vill ekki tefla á tvær hættur. Þó er talið líklegt að Glandorf verði í leikmannahópi Þjóðverja á EM.

„Ég vil ekki taka neina óþarfa áhættu," sagði Brand í samtali við þýska fjölmiðla. Þýskaland mætir í kvöld Brasilíu í síðasta æfingaleik sínum fyrir EM en leikurinn fer fram í Mannheim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×