Handbolti

Laszlo Nagy hættur með landsliðinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Laszlo Nagy í leik með ungverska landsliðinu á HM í Króatíu í fyrra.
Laszlo Nagy í leik með ungverska landsliðinu á HM í Króatíu í fyrra. Nordic Photos / AFP
Ein skærasta stjarna ungverska landsliðsins, Laszlo Nagy, ákvað á árinu að hætta að spila með landsliðinu og verður því ekki með liðinu á EM í Austurríki.

Ungverjaland er í dauðariðlinum á EM með Frakklandi, Spáni og Tékkum. Nagy hefur verið lykilmaður í ungverska landsliðinu undanfarin ár en hann hefur leikið Barcelona síðan ársins 2000 og telja margir að hann ætli sér að fá spænskan ríkisborgararétt og spila með Spánverjum á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

Nagy er þó ekki eini Ungverjinn sem hætti með landsliðinu á árinu en það gerði einnig Tamas Mocsai, leikmaður Lemgo. Báðir eru örvhentar skyttur og ljóst að Ungverjar munu sakna þeirra beggja í Austurríki.

Ungverjar tóku þátt í æfingamóti í Austurríki um helgina. Liðið gerði jafntefli við Króatíu, tapaði fyrir Póllandi en vann svo heimamenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×