Handbolti

Serbar unnu Frakka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Franck Junillon sækir að Serbanum Petar Nenadic í leiknum í gær.
Franck Junillon sækir að Serbanum Petar Nenadic í leiknum í gær. Nordic Photos / AFP
Serbar unnu í gær góðan sigur á heims- og Ólympíumeisturum Frakka í æfingaleik í Frakklandi í gær, 30-28.

Marga lykilmenn vantaði reyndar í franska landsliðið, eins og Nikola Karabatic og Michael Guigou en einnig í serbneska liðið.

Serbar voru með yfirhöndina strax frá upphafi og með fimm marka forystu í hálfleik, 17-12. Frakkar náðu að minnka muninn í seinni hálfleik og voru ekki langt frá því að jafna metin undir lok leiksins.

Darko Stanic varði vel í marki Serba, alls 39 prósent skota sem hann fékk á sig. Zarko Sesum var markahæstur leikmaður liðsins með sjö mörk. Hjá Frökkum voru þeir Guillaume Joli, níu mörk, og Jerome Fernandez, átta mörk, markahæstir.

Serbía verður fyrsti andstæðingur Íslands á EM sem hefst í Austurríki í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×