Enski boltinn

Nigel de Jong: Það er enginn betri en Tevez þessa dagana

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez fékk að eiga leikboltann eftir þrennuna á móti Blackburn.
Carlos Tevez fékk að eiga leikboltann eftir þrennuna á móti Blackburn. Mynd/AP

Nigel de Jong, hollenski miðjumaðurinn hjá Manchester City, segir félaga sinn í liðinu, Carlos Tevez, vera búinn að afsanna orð Sir Alex Ferguson sem taldi nágranna sína í Manchester hafa borgað alltof mikið fyrir Argentínumanninn í haust.

Tevez hefur skorað 15 mörk í þeim 21 leik sem hann hefur byrjað hjá Manchester City sem er jafnmikið og

Wayne Rooney hefur skorað fyrir United á tímabilinu og meira en þeir Dimitar Berbatov og Michael Owen hafa skorað til samans.

„Það er undir leikmanninum sjálfum komið að sanna virði sitt á vellinum. Sumir höfðu ekki alltof mikið álit á Carlos Tevez en þeir hafa örugglega breytt um skoðun eftir að hafa séð hann síðustu vikur. Ég er bara feginn að hann sé að spila með okkur," sagði Nigel de Jong.

„Það eru margir frábærir leikmenn í ensku úrvalsdeildinni en ef þú lítur á frammistöðu hans síðustu vikur þá er hægt að segja að þessa stundina sé hann besti framherjinn í deildinni," sagði Nigel de Jong.

„Ég vonast til þess að hann haldi áfram á sömu braut því hann er okkur svo mikilvægur. Hann skoraði þrennu á móti Blackburn en vinnuframlag hans er svo mikið í hverjum leik að hann fær launað í mörkum. Hann gerir líka alla aðra leikmenn betri," sagði De Jong.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×